Kristinn Tryggvi Gunnarsson
expectus-3935

Kristinn Tryggvi Gunnarsson

Ráðgjafi/Stjórnarmaður

Menntun:
MBA frá University of Georgia 1991
BS í viðskiptafræði frá University of North Carolina 1989
Löggilding í verðbréfamiðlun 1998
Með alþjóðleg réttindi sem stjórnendamarkþjálfi og vottaður sem leiðbeinandi frá Franklin Covey, Project Adventure, Corporate Lifecycles, Lego Serious Play, Blue Ocean Strategy, Corporate Coach University og SHL.

Starfsreynsla:
Kristinn hefur starfað með fjölmörgum af 300 stærstu fyrirtækjum landsins á sviði stefnumótunar, markaðs-
og þjónustumála.  Hann hefur mikla reynslu af stjórnun viðskiptatengsla, markaðshlutun, virðismati, vöruþróun, þróun dreifileiða og sölustjórnun og hefur kennt þjónustustjórnun við Háskólann í Reykjavík síðan 2004.

2003-2008

Ráðgjafi og stjórnandi hjá Capacent á Íslandi. Byrjaði sem ráðgjafi á sviði markaðs-, sölu- og þjónustumála auk stefnumótunar. Framkvæmdarstjóri ráðgjafasviðs frá 2006 og tók við sem forstjóri íslenska félagsins í ársbyrjun 2007. Leiddi samþættingu ráðninga, rannsókna og ráðgjafar sem ráðgjafi og stjórnandi.

1999-2002
Framkvæmdastjóri hjá SPRON, fyrst yfir fyrirtækjasviði og síðan markaðssviði. Annaðist samskipti við marga að stærri viðskiptavinum bankans, vann að undirbúningi Netbankans-nb.is og skipulagði kortastarfsemi bankans. Átti sæti í lánanefnd bankans og vann að gerð útlánareglna.

1991-1998
Starfaði hjá Íslandsbanka, fyrst í alþjóðadeild en síðan á útibúasviði og síðustu þrjú árin sem útibússtjóri, fyrst í Garðabæ en síðan í Kópavogi. Kom á þessum tíma að mjög mörgum þáttum í rekstri bankans s.s. samskiptum við erlenda banka, almennri útlánastarfsemi, sölu- og markaðsstarfi, auk þess að stýra vexti bankans í Garðabæ og endurskipulagningu á útibúum bankans í Kópavogi.

Annað:
Hefur hlotið viðurkenningar frá Bryan School of Business, Beta Gamma Sigma og er heiðursfélagi í ÍMARK fyrir brauðryðjendastarf. Hefur átt sæti í stjórnum fjölmargra félaga og fyrirtækja á Íslandi.