Íris Magnúsdóttir

Íris Magnúsdóttir

Markaðsstjóri til leigu

Íris Magnúsdóttir er stofnandi og eigandi Ozz markaðshúss sem sérhæfir sig í markaðsráðgjöf og viðburðastjórnun og býður fyrirtækjum Markaðsstjóra til leigu. Hún hefur áralanga reynslu og þekkingu af markaðsmálum og hefur starfað með fyrirtækjum af öllum stærðargráðum í þeim tilgangi að efla innra sem ytra markaðsstarf.

Hún stundaði nám við markaðsfræði og alþjóðaviðskipti í Háskóla Íslands og Háskóla Akureyrar ásamt því að hafa sótt sér fjölbreytta þekkingu á sviði grafískrar hönnunar, vefhönnunar og markaðssetningu á netinu. Fjölbreytileikinn gefur henni gott innsæi og hugmyndaauðgi í markaðsstarfi.

Íris hefur m.a. starfað sem rekstrarstjóri í tölvuskóla, í markaðsmálum, viðburðastjórnun og vefhönnun hjá Samskipum og sem markaðsstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Wise til 8 ára.