Linda B. Stefánsdóttir

Linda B. Stefánsdóttir

Persónuverndarsérfræðingur

Linda B. Stefánsdóttir er stofnandi og eigandi Privato sem er fyrirtæki sem sérhæfir sig í ráðgjöf og innleiðingu á sviði persónuverndar. Linda er með Master í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og Universitetet i Oslo auk alþjóðlegrar vottunar frá IAPP sem sérfræðingur í evrópskri persónuvernd.
Hún starfaði um árabil í upplýsingatæknigeiranum aðallega hjá Microsoft í Noregi. Auk þess hefur Linda umtalsverða reynslu af rekstri fyrirtækja, stefnumótun og verkefnastýringu.

Linda hefur stýrt innleiðingu á persónuvernd fyrir fjölmörg fyrirtæki og starfar jafnframt sem persónuverndarfulltrúi fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum landsins.

Þess utan er Linda formaður og einn af stofnendum VERTOnet sem eru Hagsmunasamtök kvenna í upplýsingatækni. Samtökin hafa starfað á annað ár og telja nú um 500 félagskonur.

Linda brennur fyrir jafnrétti kynjanna og því að bæði kynin fái tækifæri til að vinna saman á jöfnum grundvelli, því þannig næst bestur árangur.