Sigríður Ákadóttir

Sigríður Ákadóttir

Skrifstofustjóri

Menntun:
B.Sc. í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands með áherslu á alþjóðaviðskipti og markaðsfræði, 2014.
Spænska við Háskóla Íslands, 1998-2000.
Stúdentspróf frá MR, 1997.

Starfsreynsla:
Sigríður hefur mikla reynslu af verkefnum sem falla undir starf skrifstofustjóra. Hún hefur starfað við færslu bókhalds, reikningagerð, launavinnslu, afstemmingar og innheimtu. Einnig hefur hún starfað við skipulagningu viðburða.

Spænska blóðið er mjög ríkjandi í henni og eyddi hún nokkrum sumrum erlendis á Spáni við leiðsögn á ferðum Íslendinga og sem sölumaður hjá Heimsferðum.

2003-2007
Skrifstofustjóri hjá AFA JCDecaux Ísland ehf. Þar sá hún um fjármálahlið fyrirtækisins, svo sem bókhald, reikningagerð, laun, afstemmingar, innheimtur og rekstraráætlanir.

1999-2002
Sölumaður á ferðaskrifstofu Heimsferða til einstaklinga og hópa. Sigríður sá einnig um útgáfu á ferðagögnum. Hún kom í starf sölumanns eftir fararstjórastarf erlendis og hefur því reynslu frá mörgum sjónarhornum í ferðabransanum.

Annað:

Sigríður fór sem au-pair til Barcelona eftir að stúdentsprófi lauk og heillaðist þar algjörlega af öllu sem tengist Spáni, svo sem tungumálinu, matarmenningunni, fólkinu og siðum þeirra.

Hún hefur einnig verið mjög virk í félagsmálum og sat í foreldraráði hjá Regnboganum, Ártúnsskóla og fimleikafélaginu Ármanni. Hún hefur einnig verið í stjórn húsfélagsins þar sem hún býr frá fyrsta degi og starfar þar sem gjaldkeri og ritari.