Viðskiptavinir okkar fela okkur oft að finna starfsmenn fyrir sig með litlum fyrirvara eða án þess að auglýsa sérstaklega. Það er því mikilvægt að þú skráir þig í gagnagrunn okkar til að tryggja að við höfum samband við þig þegar rétta starfið er í boði.
Þinn hagur er okkar hagur – Við Ráðum þér heilt!
Ráðum ráðningarstofa – ráðningar og ráðgjöf
Við hjá Ráðum ráðningarstofu sérhæfum okkur í ráðningum og ráðgjöf. Við leitumst eftir því að koma á langtíma samstarfi við viðskiptavini okkar. Við komum fram af heilindum við umsækjendur og höfum hag viðskiptavinarins að leiðarljósi. Við byggjum viðskipti okkar á persónulegri og faglegri þjónustu.