519 6770
Borgartún 27, 105 Reykjavík

Þjónusta og vöruframboð

Ráðning auglýst

Ráðgjafar Ráðum taka að sér að sjá um ráðningarferlið í heild sinni, allt frá þarfagreiningu til undirskriftar ráðningarsamnings. Innifalið í þjónustunni eru stöðluð viðtöl, starfsæfingar, persónuleikamat, hæfnismat og bakgrunnsathugun.

Stjórnenda- og sérfræðingaleit

Ráðum tekur að sér að leita að einstaklingum í lykilstöður. Oft eru slíkar stöður ekki auglýstar og þá fá ráðgjafar okkar beiðni um að finna hæfasta einstaklinginn í starfið. Þá kemur gott tengslanet ráðgjafa Ráðum í góðar þarfir þar sem mikil reynsla og þekking skilar bestu kandidötunum.

Ráðum meðhöndlar öll gögn sem trúnaðarmál og gætir þess að leitin fari ekki hátt ef þess er óskað.

Hafðu samband við ráðgjafa Ráðum fyrir frekari upplýsingar.

Öflun umsækjenda

Þjónustan felst í því að Ráðum sér um öflun umsókna í auglýstar stöður. Ráðum setur upp auglýsingu, birtir hana á heimasíðu Ráðum og á öðrum miðlum ef svo ber undir. Ráðum sér um að svara öllum fyrirspurnum frá umsækjendum.

Hafðu samband við ráðgjafa Ráðum fyrir frekari upplýsingar.

Gerð viðtalsspurninga

Þjónustan felur í sér að ráðgjafar Ráðum hanna viðtalsspurningar sem eru hegðunar- og aðstæðutengdar. Mikilvægt er að viðtöl séu rétt uppbyggð, því rannsóknir sýna að miklu skiptir hvernig viðtöl eru hönnuð til að niðurstaða þeirra sé sem nákvæmust. Rétt hönnuð viðtöl hámarka líkur á að besti starfsmaðurinn verði ráðinn.

Hafðu samband við ráðgjafa Ráðum fyrir frekari upplýsingar.

Gerð starfslýsinga

Ráðum gerir starfs- og hæfnisgreiningu, eftir viðurkenndri aðferðafræði, í samstarfi við hagsmunaaðila í fyrirtækinu. Út frá greiningunni er í framhaldinu unnin starfslýsing fyrir viðkomandi starf.

Hafðu samband við ráðgjafa Ráðum fyrir frekari upplýsingar.

Rýni á ráðningarferilinn

Ráðgjafar Ráðum greina ráðningarþarfir viðskiptavinar og bera saman niðurstöður þarfagreiningar við það ráðningarferli sem fyrirtækið hefur stuðst við. Ráðgjafarnir benda á hvaða breytingar er nauðsynlegar til að ráðningar geti talist faglega unnar í fyrirtækinu.

Hafðu samband við ráðgjafa Ráðum fyrir frekari upplýsingar.

Persónuleikamat

Ráðum notast við nýjustu aðferðir við að meta hæfni og persónuleikaþætti sem skipta sköpum í ráðningum.

Við erum í samstarfi við SHL mannauðslausnafyrirtækið sem er í fararbroddi í persónuleikaprófum og öðrum matstækjum sem eru sérstaklega hönnuð til að greina sérstöðu og hæfileika einstaklinga áður en ráðning fer fram og er þannig hægt að finna hæfasta einstaklinginn með talsverðri nákvæmni.

Við persónuleikamatið er notaður spurningalistinn OPQ32 (Occupational Personality Questionnaire 32) en alls eru 32 eiginleikar metnir hvað varðar samskipti, hugsun og tilfinningar.

Hafðu samband við ráðgjafa Ráðum fyrir frekari upplýsingar.

Hæfnismat

Hæfnismat er aðferð til að mæla hugræna getu. Einstaklingar sem mælast með góða hugræna getu greina betur upplýsingar, læra hraðar, hugsa rökréttara og eiga auðveldara með að finna lausnir og taka ákvarðanir. Með notkun hæfnismats er hægt með góðu móti að spá fyrir um frammistöðu í öllum störfum.

Ráðum býður upp á þrjár tegundir af hæfnismati: talnagleggni (Numerical), yrt rökhugsun (Verbal) og ályktuð rökhugsun (Inductive Reasoning) en það fer eftir eðli starfs hvaða mat hentar best hverju sinni. Hæfnismat er í boði sem hluti af ráðningarferli eða sem sjálfstætt mat.

Hafðu samband við ráðgjafa Ráðum fyrir frekari upplýsingar.

Ráðgjöf vegna starfsloka

Þjónustan felst í því að Ráðum veitir ráðgjöf til einstaklinga í kjölfar starfsloka og undirbýr einstaklinga fyrir ný starfstækifæri. Ráðgjafar Ráðum greina tækifæri skjólstæðingsins á vinnumarkaði og undirbúa hann fyrir atvinnuviðtöl og virka atvinnuleit.

Hafðu samband við ráðgjafa Ráðum fyrir frekari upplýsingar.