519 6770
Borgartún 27, 105 Reykjavík

SHL PRÓFIN

UM SHL

SHL er leiðandi á sviði fjármála-, tækni- og mannauðslausna en yfir 10.000 fyrirtæki hafa valið SHL til samstarfs við tæknilegar úrlausnir á þessum sviðum. SHL starfar með fyrirtækjum af öllum stærðum, í öllum geirum í yfir 150 löndum, þ.á.m. FTSE 100 og Fortune Global 500. SHL býr yfir meira en 40 ára reynslu og er sífellt að leita leiða til að veita framúrskarandi þjónustu og lausnir með því að nýta nýjustu tækni og þekkingu.

(Hér má sjá lista yfir verðlaun og viðurkenningar síðustu ára: https://www.shl.com/en/about/awards-accolades/ )

SHL er í farabroddi þegar kemur að því að meta einstaklinga sem mögulega starfskrafta og hafa prófin frá SHL, sem Ráðum hefur aðgang að, verið þróuð af sérfræðingum á sviði mann- og félagsvísinda. Þannig næst bestur árangur í því að finna rétta fólkið og skapa um leið mestu verðmæti hvers fyrirtækis, mannauðinn.

Persónuleika- og hæfniprófin frá SHL eru skýr og aðgengileg til úrlausnar en samstarfsaðilar SHL þurfa að ljúka ákveðinni þjálfun til að mega nota og túlka prófin. Ráðgjafar Ráðum hafa því nauðsynlega þekkingu til að lesa út úr skýrslunum sem prófin skila og yfirfæra niðurstöðurnar á þær aðstæður sem verið er að vinna með hverju sinni.

Nánar er hægt að kynna sér SHL hér: https://www.shl.com/

 

ALMENNT UM PRÓFIN

Prófin sem Ráðum leggur fyrir meta annars vegar persónuleika og hins vegar hæfni einstaklingsins og eru fjögur mismunandi próf notuð.

OPQ32 (Occuational Personality Questionnaire 32) er spurningalisti þar sem metnir eru 32 eiginleikar sem ráða hvað mestu um hvaða einstaklingur nýtur sín best í hvaða starfi. Þarna ráða meðfædd persónueinkenni miklu um niðurstöðuna og hjálpar prófið við að skilgreina alla þá mismunandi þætti sem geta nýst í starfi sem og hvernig einstaklingurinn er í stakk búinn fyrir mismunandi áskoranir í daglegu lífi og starfi. Prófinu er skipt í þrjá meginþætti: samskipti, hugsun og tilfinningar.

Samskipti: Þar er metin hæfni einstaklingsins til að hafa áhrif á fólkið í kringum sig, félagsþörf hans og hæfileikann til hluttekningar.

Hugsun: Hér er metið hvernig einstaklingurinn greinir verkefni og áskoranir og leysir úr þeim, hversu vel hann bregst við breytingum og hversu skapandi aðferðir hann notar við úrlausnir og hvernig vinnurammi hentar honum best.

Tilfinningar: Þar er tilfinningasemi einstaklingsins metin við dagleg samskipti í leik og vinnu sem og atorka sem nýtist í starfi, það hvort hann er kappsfullur og athafnasamur að eðlisfari o.s.frv.

OPQ32 prófið hentar vel til að finna einstaklinga sem búa yfir eiginleikum sem eru sérstaklega æskilegir fyrir tiltekin störf. Þannig auðveldar það ráðgjöfum Ráðum að finna réttu manneskjuna í starfið. Hins vegar getur prófið einnig hjálpað við að þjálfa starfsmann í tilteknu starfi eða þróa starf hans nánar því með prófinu er hægt að sjá hverju starfsmaðurinn getur breytt til að ná betri árangri. Þannig er oft hægt að ná hámarksnýtingu út úr mannauð fyrirtækis, með því að hjálpa starfsmönnum til að njóta sín sem best í starfi.

Prófið er einfalt og fljótlegt í framkvæmd og niðurstöðurnar áreiðanlegar. Miklar upplýsingar safnast í því sem stjórnendur geta nýtt sér við ákvarðanatöku og þjálfun starfsmanna. Eftir því sem meira samræmi er milli þess sem starfið krefst og eiginleika starfsmannsins dregur stórlega úr líkum á mistökum, tími og vinna sparast og rekstur og afköst fyrirtækisins eflast.

Prófið hefur verið staðlað og stað­fært að íslenskum markaði og hefur verið notað hérlendis frá árinu 2002.

Talnagleggni: Numerical-prófið kannar hæfni einstaklingsins til að skilja og vinna með tölulegar upplýsingar en í því eru lögð fyrir raunhæf verkefni með vísun í vinnumarkaðinn. Niðurstöðurnar gefa skýrt til kynna hæfni einstaklingsins til að t.d. greina tölugögn, finna réttar upplýsingar úr þeim og draga réttar ályktanir. Þetta próf hentar vel til að finna hæfustu einstaklingana í stjórnunar- og/eða sérfræðistörf þar sem hæfnin til að skilja og túlka upplýsingar skiptir sköpum við ákvarðanatöku.

Rökhugsun:   Inductive Reasoning-prófið er mjög vinsælt próf sem mælir hugræna hæfni fólks. Í því þarf próftaki að lesa úr og skilja flóknar aðstæður, veita smáatriðum athygli, átta sig á röklegu samhengi og draga ályktanir. Niðurstaðan gefur góða vísbendingu um hversu líklegt er að einstaklingurinn sýni framfarir í starfi og hver sé líklegastur til að ná árangri, því hentar prófið sérstaklega vel þegar leitað er að góðum stjórnendum og sérfræðingum.

Yrt rökhugsun: Verbal Reasoning-prófið er sérstaklega hannað til að athuga hæfni einstaklings til að skilja upplýsingar í rituðum texta. Próftakinn þarf að greina texta, finna réttar upplýsingar úr honum og draga réttar ályktanir. Spurningarnar eru raunhæfar og með vísan í vinnumarkaðinn svo aðstæður séu sem raunverulegastar. Niðurstaðan sýnir líkurnar á því hversu vel einstaklingurinn er í stakk búinn til að ná utan um og tengja upplýsingar úr mörgum áttum og hentar því við ráðningar hvort sem er á stjórnendum og sérfræðingum.