519 6770
Borgartún 27, 105 Reykjavík
Um Ráðum

Ráðum ehf. sérhæfir sig í ráðningum og mannauðsráðgjöf. Ráðum hóf starfsemi í mars árið 2012 með það markmið að leiðarljósi að skapa virði með viðskiptavinum sínum í gegnum faglegar ráðningar og ráðgjöf.

Við leitumst við að koma á langtímasamstarfi við viðskiptavini okkar og sérstaða okkar liggur í sveigjanlegri nálgun á ráðningarverkefnið.
Þannig höfum við komið til móts við þarfir stærri fyrirtækja með því að sjá um hluta ráðningarferilsins, t.d. bakgrunnskannanir, hæfnismat eða starfsæfingar.
Jafnframt sjáum við um ráðningarferlið í heild sinni hjá minni sem og stærri fyrirtækjum.

Agla Sigríður Björnsdóttir hefur verið eigandi Ráðum síðan í desember 2016 en hún hefur starfað við ráðningar og ráðgjöf frá árinu 1997.

Hvar erum við?


Borgartún 27,
105 Reykjavík