519 6770
Borgartún 27, 105 Reykjavík

Svör við algengum spurningum

Ég vil nota hluta af þjónustunni ykkar, er það hægt?

Vissulega, við hlustum á viðskiptavininn og sérsníðum þjónustu okkar að hans þörfum.

Ég vil að þið takið að ykkur hluta af ráðningarferlinu, er það hægt?

Vissulega, við hlustum á viðskiptavininn og sérsníðum þjónustu okkar að hans þörfum.

Ég vil ráða án þess að auglýsa stöðuna, hvernig gengur það fyrir sig?

Í slíkum tilfellum notum við gagnagrunn okkar og tengslanet til að finna hæfasta einstaklinginn í starfið. Við vinnum ferlið í samvinnu við óskir þínar, m.a. ef óskað er eftir nafnleynd fyrirtækis fram á síðustu stundu.

Á ég að auglýsa lausa stöðuna?

Sú aðferð sem notuð er við öflun umsækjenda fer eftir þörfum þínum. Ef ágætur tími er til stefnu getur reynst gott að auglýsa lausa stöðu; slíkar auglýsingar birtast á heimasíðu Ráðum, í ljósvaka- og prentmiðlum og á netmiðlum, eftir því hver markhópurinn er.

Hvernig fer stjórnenda- og sérfræðingaleit fram?

Hausaveiðar er bein þýðing á enska orðinu „headhunting“ og er í raun annað orð yfir stjórnenda- og sérfræðingaleit. Hausaveiðar eru stundaðar þegar finna þarf aðila í lykilstöður. Oft eru slíkar stöður ekki auglýstar og þá fá ráðgjafar okkar beiðni um að finna hæfasta einstaklinginn í starfið. Þá nýtist gott tengslanet ráðgjafa Ráðum, mikil reynsla og þekking skilar bestu kandidötunum. Ráðum meðhöndlar öll gögn sem trúnaðarmál og gætir þess að leitin fari ekki hátt.

Hvaða ávinningur er af því að nota matsaðferðir ykkar í ráðningaferlum?

Gagnlegt er að nota hlutlægar aðferðir til að meta þá eiginleika umsækjenda sem erfitt er að meta út frá reynslu, menntun og með beinum spurningum. Það er hagur vinnuveitenda að unnið sé eftir hlutlægum aðferðum, þær auka líkur á að hæfasti aðilinn sé ráðinn. Ráðum notar eingöngu viðurkenndar prófanir sem gefa nákvæma niðurstöðu og góða forspá um hæfni viðkomandi einstaklings.

Hvaða matsaðferðir notið þið?

Við mat á þekkingu, færni, getu og persónulegum eiginleikum umsækjenda, notar Ráðum eingöngu viðurkenndar matsaðferðir. Hér að neðan má sjá algengustu aðferðirnar við mat á umsækjendum, en listinn er ekki tæmandi:

Stöðluð viðtöl

Viðtöl eru algengasta matsaðferðin í ráðningum. Rannsóknir hafa sýnt að svokölluð óstöðluð viðtöl hafa mun lægra forspárgildi en stöðluð viðtöl en þrátt fyrir það benda rannsóknir til að flest fyrirtæki noti óstöðluð viðtöl.

Stöðluð viðtöl er heiti á aðferð sem byggir á því að safna á kerfisbundinn hátt upplýsingum um umsækjanda og hæfni hans í tiltekið starf. Upplýsingarnar eru síðan metnar á stöðluðum mælikvarða sem gefur tölulega góða niðurstöðu um hæfi umsækjanda í starfið.

Hæfnismat

Hæfnismat er aðferð til að mæla hugræna getu. Einstaklingar sem mælast með góða hugræna getu greina betur upplýsingar, læra hraðar, hugsa rökréttara og eiga auðveldara með að finna lausnir og taka ákvarðanir. Með notkun hæfnismats er hægt með góðu móti að spá fyrir um frammistöðu í öllum störfum.

Ráðum býður upp á nokkrar tegundir af hæfnismati, en það fer eftir eðli starfs hvaða mat hentar best hverju sinni.

Persónuleikamat

Með notkun persónuleikamats er auðveldara að máta réttan umsækjanda í starfið og draga þar með verulega úr starfsmannaveltu. Ráðum notast við nýjustu aðferðir við að meta hæfni og persónuleikaþætti sem skipta sköpum í ráðningum. Við höfum tekið upp samstarf við bandaríska fyrirtækið CEB sem er í fararbroddi í persónuleikaprófum og öðrum matstækjum sem eru sérstaklega hönnuð til að greina sérstöðu og hæfileika einstaklinga áður en ráðning fer fram og er þannig hægt að finna hæfasta einstaklinginn með talsverðri nákvæmni.

Starfsæfingar

Starfsæfingar og sýnishorn á vinnu eru aðferðir til að meta raunframmistöðu fremur en undirliggjandi  þætti á borð við getu og hneigð.  Umsækjendur eru beðnir um að vinna ákveðin verkefni á staðnum, eða koma með sýnishorn af verkum sem þeir hafa áður unnið. Æfingarnar og sýnihornin endurspegla verkefni  sem starfsmenn í viðkomandi starfi þurfa að leysa af hendi.  Við mat á starfsæfingum og sýnishornum eru notast við matskvarða.

Starfsþekkingarpróf

Starfsæfingar og sýnishorn á vinnu eru aðferðir til að meta raunframmistöðu fremur en undirliggjandi þætti á borð við getu og hneigð. Umsækjendur eru beðnir um að vinna ákveðin verkefni á staðnum, eða koma með sýnishorn af verkum sem þeir hafa áður unnið. Æfingarnar og sýnihornin endurspegla verkefni sem starfsmenn í viðkomandi starfi þurfa að leysa af hendi.

Umsagnir

Með því að kanna umsagnir er verið að sannreyna orðspor, hæfni og reynslu viðkomandi umsækjanda. Með könnun umsagna er hægt að fá ítarlegri upplýsingar um það sem áður hefur komið fram í ferilskrá og viðtölum. Ráðum hefur þjálfun í að kanna umsagnir og koma auga á ef ósamræmi er í upplýsingum frá umsækjendum. Ráðum beitir réttri spurningatækni við öflun upplýsinga og gætir þess að samræmi sé í öflun og meðhöndlun umsagna fyrir þá umsækjendur sem til greina koma í starfið.

Matsmiðstöðvar

Matsmiðstöð býður upp á staðlað mat á frammistöðu við mismunandi aðstæður í starfi. Líkt er eftir  raunverulegum aðstæðum í starfi þar sem umsækjendur  eru beðnir að leysa fjölbreytileg verkefni. Matsmiðstöðvar eru helst notaðar við ráðningar æðstu stjórnenda.