Viðskiptavinir okkar fela okkur oft að finna starfsmenn fyrir sig með litlum fyrirvara eða án þess að auglýsa sérstaklega. Það er því mikilvægt að þú skráir þig í gagnagrunn okkar til að tryggja að við höfum samband við þig þegar rétta starfið er í boði.
„Fyrir hönd Emmessís vil ég þakka einstaklega vel fyrir frábært starf ykkar í ráðningaferlinu, en það einkenndist af mikilli fagmennsku og lipurð. Munum við hiklaust mæla með ykkar þjónustu og vona ég að fyrirtæki eigi eftir að nota hana oft í framtíðinni“
Framkvæmdastjóri Emmessíss
,,Ég leitaði til Ráðum atvinnustofu vegna ráðningar tveggja sérfræðinga í sumar. Samstarfið við Ráðum var í alla staði mjög þægilegt og gott. Vinnubrögð eru fagleg og vönduð, en jafnframt mjög persónuleg og einlæg. Þau próf, sem lögð eru fyrir umsækjendur, gáfu góða innsýn í hæfni umsækjenda og nýttust vel í viðtölum sem starfsmenn Ráðum stýrðu. Það var góð ákvörðun að velja Ráðum til samstarfs í þessu verkefni.”
Framkvæmdastjóri FRÆ
„Okkar reynsla af Ráðum Atvinnustofu er að þar sé faglega staðið að ráðningum, bæði gagnvart atvinnuumsækjendum sem atvinnurekendum. Mælum óhikað með þeirra þjónustu.“
Sviðstjóri rannsókna og hugbúnaðarþróunar Marorku
„Búseti hefur nýtt sér þjónustu Ráðum ehf. með góðum árangri. Vinnubrögð eru fagmannleg og þjónustan góð og lipur.“
Framkvæmdastjóri Búseta
,,Ég ákvað að nota þjónustu Ráðum vegna þekkingar og reynslu af sérhæfðum prófunum á umsækjendum og góðra bakgrunnskoðanna. Síðar í ráðningarferlinu komu í ljós mjög vönduð vinnubrögð og fagleg greining á hæfni umsækjenda. Þau störf sem ég þurfti að ráða í krefjast mjög sérhæfðrar þekkingar sem mikilvægt var að væri til staðar frá fyrsta degi ráðningar. Ráðum leysti þetta verkefni mjög vel. Ég get hiklaust mælt með Ráðum ef ráða þarf starfsfólk. Ráðum er með fingurinn á púlsinum og setur sig vel inn þau störf sem verið er að óska eftir starfskröftum í.“
Eigandi Aðstoð og Öryggi
„Ráðum fór langt fram úr mínum væntingum þegar kom að því að finna rétta aðilann í starf sölumanns á fyrirtækjamarkaði. Þau náðu að fanga mínar kröfur fullkomlega og unnu mjög faglega úr þeim umsóknum sem bárust.“
Sölustjóri Nova