Agla Sigríður Björnsdóttir

Agla Sigríður Björnsdóttir

Ráðgjafi/Framkvæmdastjóri

Agla hefur undanfarin ár verið ein af eigendum Capacent og starfaði sem ráðgjafi hjá Capacent Ráðningum og var ráðningarstjóri Vinna.is frá upphafi, þar til hún réði sig til Ráðum í september 2015.

Hún var ein stofnenda Ráðningarþjónustu Gallup árið 1997 sem síðar varð Capacent Ráðningar og árið 2000 stofnaði hún Vinna.is ráðningarstofu sem er í eigu Capacent og var fyrsta stofa sinnar tegundar sem sérhæfði sig í framlínustörfum.

Agla hefur séð um ráðningar forstjóra fyrirtækja, millistjórnenda, sérfræðinga og starfsfólks í framlínu. Hún hefur haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra auk þess sem eftir hana hafa birst fjölmargar greinar tengdar atvinnulífinu. Í samvinnu við Háskóla Íslands og IMG var Agla t.d. með fyrirlestra fyrir verkefnið „ Konur til forystu“.

Agla spilar blak með 1. deildarliði ÍK og var formaður blakdeildar ÍK (Íþróttafélags kvenna) árin 1996-2013. Sat í ritstjórn tímaritsins Veru 1995-1999 og í markaðsráði Capacent um tveggja ára skeið.